Skilmálar
Almennt
Rekstrar- og ábyrgðaraðili viltu.is er ÞórHildur ehf. kt. 6305180590 vsk. númer 131928. Skráð í Firmaskrá
Skjólbraut 13, 200 Kópavogur
Sími 845-9000 eða hvad@viltu.is
Viltu.is gerir sitt allra besta til að hafa allar upplýsingar og verð rétt en við verðum samt að áskilja okkur þann rétt að hætta við pantanir sem verða til þegar eitthvað hefur brenglast eða klikkað á vefnum okkar.
Verð
Öll verð á síðunni eru í íslenskum krónum og innihalda 24% virðisaukaskatt. Í síðasta skrefi kaupferlisins koma fram upplýsingar um sendingakostnað og þá möguleika sem eru í boði fyrir hverja vöru.
Greiðslur
Það er öruggt að versla í vefverslun viltu.is. Hægt er að greiða með öllum helstu tegundum greiðslukorta og greiðslurnar fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar. Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál. Gögn og upplýsingar eru ekki afhentar til þriðja aðila nema í því skini að koma sendingum til skila, t.d. með Póstinum.
Afhendingar
Allar vörur eru annað hvort keyrðar heim til viðskiptavina af viltu.is eða sendar með Póstinum. Upplýsingar um það berast með tölvupósti þegar búið er að afgreiða pöntunina. Við reynum eftir bestu getu að koma öllum pöntunum úr húsi innan 24 klukkustunda og almennt líða 1-3 virkir dagar til viðbótar þar til varan er komin í hendur kaupanda. Viltu.is ábyrgist vöruna þar til hún er komin á pósthús og kaupanda hefur verið tilkynnt um að varan sé tilbúin til afhendingar, eða þar til vara hefur verið afhent á þeim stað sem kaupandi skráði ef varan er keyrð alla leið.
Vöruskil
Að þessu sögðu þá vitum við að stundum pantar maður eitthvað rangt eða fær bakþanka eftir móttöku og því er okkur ljúft að láta þig vita að þú hefur 14 daga skilafrest á vörunum okkar eftir að þú móttekur þær. Það eina sem þú þarft að gera er að láta okkur vita með tölvupósti í hvad@viltu.is um að þú viljir falla frá kaupunum og koma hlutnum til okkar á þinn eigin kostnað. Þegar við móttökum vöruna skoðum við ástand hennar og ef hún ber þess ekki augljós merki að hafa verið notuð getur þú valið um að fá eitthvað annað í staðinn eða að fá endurgreitt að fullu.
Komi í ljós að varan hafi augljóslega verið mikið notuð, ekki bara skoðuð til að staðfesta eignileika, getur það haft þær afleiðingar að réttur til vöruskila sé fallinn úr gildi eða ekki fáist full endurgreiðsla.
Annar beinn kostnaður verður ekki til þegar fallið er frá samningi.
Hér finnur þú staðlað eyðublað til að tilkynna vöruskil. Þú þarft ekki að nota það mín vegna en skv. lögum verð ég að láta þig vita af því 😉
Ábyrgðir/Gallar
Það er alltaf leiðinlegt þegar hlutur sem maður elskar og dáir reynist gallaður. Ef þú lendir í því þá biðjum við þig að hafa samband eins fljótt og gallans verður vart í hvad@viltu.is og við leysum málið í sameiningu.
Almennur frestur kaupenda til að bera fyrir sig galla er 2 ár, en 5 ár á vörum sem gerðar eru til að endast umtalsvert lengi. (Sbr. 2.mgr. 27.gr laga um neytendakaup nr. 48/2003)
Ef þú hefur gaman að því að lesa lög þá gilda um þessi viðskipti eftirfarandi lög:
Lög um neytendasamninga nr. 16/2016 , Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu nr. 30/2002 , lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 og lög um neytendakaup nr. 48/2003
Einnig er hægt að snúa sér til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík ef þú telur að á þér hafi verið brotið.
Vafrakökur
Viltu.is notar vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsvæða, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.
Hvað eru vafrakakökur?
Vafrakaka er lítil skrá, sem hleðst inn í vafra þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að greina á milli notenda og hvernig þeir vilja nota vefsvæðin. Nánari upplýsingar um vafrakökur má t.d. finna á www.allaboutcookies.org.
Hverjar eru mismunandi gerðir vafrakaka?
Vafrakökur eru notaðar í mismunandi tilgangi. Í grófum dráttum má skilgreina fjóra flokka:
• Nauðsynlegar kökur – þessar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
• Valkostakökur – þessar kökur gera vefsvæðinu kleift að muna útlit, hegðun og/eða aðrar breytingar eða val sem notandi kýs að framkvæma á vefsvæðinu.
• Tölfræðikökur – þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
• Markaðskökur – eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notandann.
Hvernig get ég losað mig við vafrakökur?
Þeir sem vilja aftengja eða losa sig við vafrakökur geta gert það í stillingum á þeim vafra sem notast er við og bendum við þér á að gera það í samræmi við þær leiðbeiningar sem framleiðandinn gefur út hverju sinni