Viltu fasteignir kynna bjarta og fallega 3ja herbergja íbúð á 1. hæð, stór skjólgóð afgirt verönd, sameiginlegt þottahús og sér geymslu í kjallara. Eignin er skráð 98,1 fm að stærð, íbúð er skráð 85,8 fm, geymsla í kjallara 12,3 fm.

Frábær eign í fjölskylduvænu fjölbýli í Seljahverfi.

Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.

Allar nánari upplýsingar veita:

Elísabet Kvaran löggiltur fasteignasali í síma 781-2100 si.utlivobfsctd-4b0118@tebasile

Karólína Íris löggiltur fasteignasali í síma 772-6939 si.utlivobfsctd-1b7150@anilorak

Nánari lýsing eignar
Gengið er inn um snyrtilegan sameiginlegan inngang sem er teppalagður.
Forstofuhol með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskáp.
Eldhúsið er rúmgott og bjart með glugga til norðurs. Parket er á gólfi og innrétting er hvít með flísum á milli skápa.
Stofan er stór og björt með parketi á gólfi, gengið er í sólskálan frá stofunni og þar er útgengi á skjólgóðan pall í suður.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, með fallegri hvítri innréttingu, handklæðaofni, upphengdu salerni og baðkari/sturtu.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og litlu fataherbergi.
Barnaherbergi er með parketi á gólfi .
Geymsla er mjög rúmgóð með hillum.(12,3 fm)

Í sameign er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, sameiginlegt þvottahús ásamt leikherbergi fyrir börnin.

Fyrirvarar:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.