Af hverju að selja fasteign með Viltu?
Ef þú vilt selja fasteign án þess að standa í veseninu sem fylgir hefðbundinni fasteignasölu, þá ertu á réttum stað. Að selja fasteign getur verið flókið ferli en með Viltu verður þetta einfalt og án aukakostnaðar. Þegar þú velur að selja fasteign með Viltu, færðu fasta og sanngjarna þjónustu, án prósentugreiðslna, með einföldu ferli sem sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn.
Skrefin þegar þú ætlar að selja fasteign
1. Gerðu þér grein fyrir verðmæti eignarinnar
Það byrjar allt með verðmati. Að selja fasteign krefst þess að þú vitir nákvæmlega hvað eignin gæti verið virði á markaði. Með Viltu geturðu bókað ókeypis verðmat án skuldbindingar. Þetta hjálpar þér að taka upplýsta ákvörðun um söluverð og áætlanir.
2. Skrá eign á sölu
Þegar verðmatið er klárt, er næsta skref að skrá eignina. Til þess að skrá eigninga þarf að taka flottar myndir fyrir auglýsingar, Viltu sendir fagljósmyndara til þess að taka þessar myndir. Þegar myndirnar eru tilbúnar skráum við eignina á söluskrá.
3. Við sjáum um allt söluferlið
Þegar þú selur fasteign með Viltu, tekur teymið við og sér um öll praktísk atriði. Við sjáum um opin hús, sýningar og samskipti við mögulega kaupendur. Þú getur einbeitt þér að þínum málum.
4. Föst verð – allur kostnaður innifalinn
Ekki þarf að hafa áhyggjur af leynilegum gjöldum eða prósentum af söluverði. Með föstum sölulaunum að upphæð 995.000 kr. veistu nákvæmlega hversu mikið þú greiðir. Þetta einfaldar fjárhagsáætlun og kemur í veg fyrir óþarfa óvissu.
Hvað gerir Viltu öðruvísi í fasteignasölu?
Við notum nýjustu tækni til að einfalda og hraða ferlinu. Það þýðir að þú færð betri yfirsýn og getur fylgst með framvindunni í rauntíma. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar þú ætlar að selja fasteign og vilt hafa stjórn á ferlinu án þess að missa svefn yfir smáatriðum.
Fjölbreytt þjónusta án vesens
Viltu býður upp á þjónustu sem nær yfir alla þætti fasteignasölunnar án aukagjalda. Aukagjöld eru óþarfa flækja sem margar hefðbundnar fasteignasölur bjóða upp á með óljósum kostnaði og formálum.
Skýrt og manneskjulegt viðmót
Við trúum á að selja fasteign á einfalda, skýra og persónulega hátt. Þú færð mannlegt og faglegt viðmót sem hjálpar þér að takast á við söluferlið með öryggi og án streitu.
Algengar spurningar um að selja fasteign með Viltu
Hvernig veit ég að verðmatið sé rétt?
Við leggjum mikla áherslu á sanngjarnt og raunhæft verðmat sem byggir á markaðsgögnum. Þú færð vandaðar upplýsingar og ráðgjöf til að tryggja að eignin sé ekki ofmetin eða vanmetin.
Get ég haft áhrif á hvernig eignin er kynnt á markaðnum?
Algjörlega. Við hlustum á þín óskir og tryggjum að kynningin endurspegli það sem skiptir þig máli.
Hvað ef ég vil ekki selja eignina fljótt?
Engin vandamál. Við getum skráð eignina hjá okkur og ekki birt hana á netinu, þannig er allt tilbúið ef þú finnur draumaeignina þína og vilt setja á sölu eða ef mögulegur kaupandi leitar til okkar með ósk um eign eins og þú ert með.
Saman tökum við skrefin í rétta átt
Að selja fasteign með Viltu þýðir einfaldleiki, gegnsæi og þægindi. Við tökumst á við erfiðustu hluta ferlisins svo þú getir haft gleði af áfanganum án streitu. Ekki láta flókið ferli stöðva þig.
Við erum alltaf til staðar til að hjálpa. Hafðu samband og fáðu ráðgjöf, verðmat eða byrjaðu á að skoða eignir á sölu hjá okkur.
Hafðu samband – við svörum alltaf